Siggab Mynd 03

Sigga Beinteins

Sigríður Beinteinsdóttir eða Sigga Beinteins eins og flestir kalla hana hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna. Sigga er ekki aðeins topp söngkona heldur kann hún líka að láta vel um sig fara og er með skothelda uppskrift af kósýkvöldi. 

Súkkulaði 2020

Viðmælandi mánaðarins

Sigga Beinteins

Hver er þín uppskrift af kósýkvöldi?

Mín uppskrift að kósýkvöldi, er að borða góðan mat, horfa á góða mynd með sængina uppi í sófa og eitthvað gott að maula og drekka með

Hvað ertu að horfa á þessa dagana?

Nýjasta serían sem ég var að klára er á Netflix og er um Menendez bræðurna, hrikalega góð sería, mæli eindregið með henni


Súkkulaði eða hlaup?

Allan daginn súkkulaði,sko suðusúkkulaði, ég borða eiginlega ekki hlaup og hef aldrei gert

 

Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þinn þegar þú heyrir orðin “ljúfa líf”

Þegar ég heyri orðin ljúfa líf að þá kemur fyrst upp í hugann að njóta og hafa gaman, láta sér líða vel og ekki væri verra að vera með ljuft líf á sólarströnd


Ef þú værir ofurhetja, hvert væri þema lagið þitt?

Ef ég væri ofurhetja að þá væri þema lagið mitt alveg öruggelga Space Oddyssey

Siggab Mynd 03

Hvert er uppáhaldsnammið?

Hvað var uppáhalds nammið þið í æsku, en í dag?

Uppáhalds  nammið mitt í æsku var Síríus lengja og lakkrís rúlla,, alveg geggjað og er það enn.

Ef þú gætir farið út að borða með hverjum sem er, hverjir væru það?

Sko ef það væri einhver sem væri dáinn að þá myndi ég vilja fara að borða með Tinu Turner og Elvis Presley.

Hver er þín fyrsta minning með Nóa Siríus?

Fyrsta minning mín af Nóa Sírius er að sjálfsögðu Nóa Konfektið á jólunum, það er ómissandi

Áttu þér eitthvað óvenjulegt nammi “combó”?

Nei ég á mér ekkert óvenjulegt nammi kombó, finnst bara yfirleitt nammi mjög gott nema hlaup og sykurpúðar

Ef þú getur búið til eina bragðtegund af Nóa Kroppi, hvað væri það?

Sko ef ég á að vera heiðarleg að þá finnst mér alltaf besta Nóa kroppið vera það gamla og góða, bara eins og það var framleitt fyrst en hins vegar kom á markaðinn Nóa kropp með pipar bragði og það er líka sjúklega gott nema að það er smá vandamál með það, ef maður byrjar að borða það að þá getur maður ekki hætt fyrr en pokinn er búinn, veit ekki hvort það sé gott eða slæmt, en það væri örugglega það sem ég myndi búa til