Sindri Sindrason
„Ég er eins og hundur sem fæ ekki nóg af mat, ég fæ ekki nóg af súkkulaði“ Sindri Sindrason fjölmiðlamaður sat fyrir svörum hjá Ljúfa Líf. Framundan hjá Sindra er að sjálfsögðu það sem hann gerir best, búa til skemmtilegt og áhugavert sjónvarpsefni, ferðast til skemmtilegra borga með skemmtilegu fólki, hlaupa upp og niður ýmis fjöll og að lokum verðlauna sér með poppi og Nóa Kroppi.
Viðmælandi mánaðarins
Sindri Sindrason
Hver er þín uppskrift af kósýkvöldi?
Það er að setja popp og Nóa kropp í skál, úða því svo í mig yfir skemmtilegri mynd eða hámhorfa einhverja þáttaröðina á Stöð 2+
Hvað ertu að horfa á þessa dagana?
Flugþjóðina með Kristjáni Má sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana.
Súkkulaði eða hlaup?
Alltaf súkkulaði og ég er eins og hundur sem fær ekki nóg af mat. Ég fæ ekki nóg af súkkulaði.
Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þinn þegar þú heyrir orðin “ljúfa líf”
Ég held að allir heyri lagið með Páli Óskari þegar þeir, þær eða þau heyra „Ljúfa líf.“ En þegar kemur að ljúfu lífi, sé ég fyrir mér gott hótel, gott veður, góðar svalið og góðan drykk…
Ef þú værir ofurhetja, hvert væri þema lagið þitt?
Auðvelt, The Raiders March…þemalag Indiana Jones…
Hvað var uppáhalds nammið þið í æsku, en í dag?
Hvað var uppáhalds nammið þið í æsku, en í dag?
Mér fannst alltaf Opal hringirnir sem maður fékk í leikhúsum geggjaðir. Súkkulaði með appelsínubragði höfðar enn til mín í dag.
Ef þú gætir farið út að borða með hverjum sem er, hverjir væru það?
Þori varla að segja það…en það væru, ef þeir lofuðu að vera einlægir, og þeir myndu lofa að drepa mig ekki, Trump, Kim Jong Un og Putin. Mig langar mjög að vita hvað þeir eru virkilega að pæla.
Hver er þín fyrsta minning með Nóa Siríus?
Pottþétt þegar ég fékk stærsta páskaeggið í fyrsta sinn…það var veisla. Verst að smiðurinn sem var að vinna í húsinu okkar kláraði það næstum allt. Ég er búinn að fyrirgefa honum. En það tók tíma.
Áttu þér eitthvað óvenjulegt nammi “combó”?
Veit ekki hvort þetta sé óvenjulegt combo….En ég elska popp og Nóa kropp saman…hef aldrei ekki klárað skálina. Væri gaman að sjá hvar þolmörkin liggja…
Ef þú getur búið til eina bragðtegund af Nóa Kroppi, hvað væri það?
Það væri Nóa kropp með karamellu/kókosbollu/síróps/núgat bragði