Áramótasprengja með bræddum osti
Áramótasnakksprengja með bræddum osti er skemmtileg leið til að bera fram snakkið um áramótin.
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
Setjið ostana í eldfastmót og bakið þá í u.þ.b. 15-20 mín.
Skerið ostana niður svo þeir flæði um eldfastamótið, setjið hunang yfir.
Raðið Pringles snakkinu ofan í ostinn og berið strax fram á meðan osturinn er ennþá mjög heitur og fljótandi.
Hægt er að setja stjörnuljós ofan í snakkið en það þarf þá að tryggja það vel að þau standi alveg stöðug og farið mjög varlega (ég mæli t.d. ekki með að labba um með eldfastamótið og kveikt á stjörnuljósunum)
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
2 stk gull eða camembert ostar (veldu það sem þér þykir betra)
1-2 msk hunang
1 staukur papriku Pringles snakk