Heit spínatídýfa

Berið fram með Pringles snakki og njótið!
Uppskrift
Leiðbeiningar
Saxið skalottlauk.
Opnið krukku af þistilhjörtum, sigtið olíuna af þeim og saxið fínt.
Rífið parmesan ost, cheddar ost og gouda ost.
Hitið ofn í 180C.
Í stórri pönnu steikið í skarlot lauk á vægum hita upp úr smjöri.
Bætið frosnu spínati út í pönnuna.
Steikið þar til hefur þiðnað og allt vatn hefur gufað upp.
Bætið þistilhjörtum út í pönnuna og blandið.
Bætið út í rjómaosti og blandið vel.
Bætið næst rifnum parmesan osti og pipar. Svo hvítlauksdufti.
Að lokum bætið út í sýrðum rjóma og svo salti eftir smekk.
Blandið vel og færið í eldfast mót.
Stráið yfir gouda og cheddar osti. Bakið þar til osturinn er bráðnaður og brúnaður.
Toppið með saxaðri ferskri steinselju.
Innihaldsefni
2 stk skalottlaukur, saxaður
25g smjör
450g frosið spínat
1-2 tsk hvítlauksduft
1 krukka þistilhjörtu, sigtuð frá olíu
400g rjómaostur
180g sýrður rjómi
2 tsk pipar
Salt eftir smekk
50g parmesan ostur, rifinn
50g cheddar, rifinn
50g gouda, rifinn
Valfjálst: fersk steinselja til að toppa