Kóngulóar Rice Krispies
Uppskrift
Leiðbeiningar
Bræðið saman smjör og síróp, leyfið því að malla saman við vægan hita í örfáar mínútur. Slökkvið undir pottinum.
Brjótið súkkulaðið út í pottinn og bræðið saman við hægt og rólega (ætti ekki að þurfa að kveikja undir pottinum aftur, best að sleppa því)
Bætið rice crispies út í og blandið öllu varlega saman þar til allt Rice Krispiesið er þakið súkkulaði. Bætið Eitt Sett lakkrískurlinu út í og blandið saman.
Raðið pappír bollakökuformum í ál bollakökubakka og setjið Rice Krispies kökurnar í formin.
Brjótið salt stangir í 3 hluta hverja stöng, bræðið smá suðu súkkulaði og dýfið í súkkulaðið.
Raðið 8 bútum af súkkulaðihjúpuðum salt stöngunum ofan í hvert form.
Setjið í kæli í 4-5 klst eða þar til kökurnar hafa stirðnað. Takið úr formunum.
Festið rauðar súkkulaðiperlur á kökurnar svo þau líti út fyrir að vera augu.
Innihaldsefni
1 plata karamellufyllt pralín súkkulaði frá Nóa Síríus
100 g suðu súkkulaði frá Nóa Síríus + 50 g til að nota seinna
60 g smjör
60 ml síróp
u.þ.b. 100 g Rice Krispies eða þar til áferðin er orðin góð.
150 g Eitt Sett lakkrískurl
Salt stangir
Rauðar súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus