Krispí lakkríspinnar
Uppskrift
Leiðbeiningar
Setjið smjör, suðusúkkulaði og sýróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
Leyfið blöndunni að „bubbla“ í nokkrar sekúndur í lokin, takið af hellunni og blandið Rice Krispies og saman við í nokkrum skömmtum og að lokum má lakkrískurlið fara út í og blandið vel.
Setjið tvær arkir af bökunarpappír á plötu/bretti, skiptið blöndunni til helminga og dreifið úr henni c.a 30 x 15 cm á hvora plötu/bretti (miðið við að hafa blönduna um 3 cm þykka).
Leggið annan bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa eins beint og hornlaga og þið getið.
Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja með jöfnu millibili sitthvoru megin, þjappa síðan vel að með fingrunum og kæla í um klukkustund.
Næst má skera blönduna í sundur eftir miðjunni og síðan á milli íspinnaprikanna sitthvoru megin.
Að lokum má síðan skreyta pinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.
Innihaldsefni
100 g smjör
400 g Síríus suðusúkkulaði
1 dós síróp (í grænu dósunum)
300 g Síríus Eitt sett kurl
340 g Rice Krispies
24-28 stk. íspinnaprik
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar (brætt)
Síríus karamelluskurl til skrauts