Ostakúlu snakkídýfa

IMG 0791 819X1024

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C. Rúllið beikoninu og setjið á ofnplötu, bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til það er byrjað að verða stökkt. Kælið.

Setjið rjómaosti, cheddar ost, mozzarella ost saman í skál.

Skerið beikonið smátt niður og bætið út í skálina.

Kryddið með papriku kryddi, cayenne pipar og pipar.

Blandið öllu saman, útbúið kúlu og setjið á disk.

Raðið Pringles snakki umhverfis eins og sólblóm.

Raðið ólífunum ofan á ostinn.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

200 g rjómaostur

50 g rifinn cheddar ostur

50 g rifinn mozzarella

100 g beikon

½ tsk papriku krydd

¼ tsk cayenne pipar

Pipar eftir smekk.

Svartar ólífur

Pringles