Pringles kjúklingalundir

Hot Kjúklingalundir

Hægt að nota hvaða Pringles tegund sem er í hjúpinn

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Takið fram þrjár stórar skálar.

Myljið Pringles niður í fínt duft og setjið í fyrstu skálina.

Gott er að nota matvinnsluvél til þess.

Blandið saman hveiti og öllu kryddinu og setjið í aðra skálina Blandið saman eggjum, mjólk og smá hot sauce í þriðju skálina.

Takið lundirnar og snyrtið.

Veltið þeim upp úr hveitiblöndunni og dýfið í eggjablönduna og að lokum í Pringles-kurlið.

Þekjið lundirnar vel og leggið til hliðar.

Hitið 1-2 cm af ólífuolíu í djúpri pönnu á miðlungshita.

Leggið hjúpuðu lundirnar varlega í olíuna og steikið í u.þ.b. 1-2 mínútur á hvorri hlið (fer eftir stærð lundarinnar).

Færið kjúklinginn á disk með eldhúspappír og leyfið honum að hvíla í að minnsta kosti 5 mínútur.

Berið fram með hot sauce og gráðostasósu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

1 dós Hot & spicy pringles
600g Kjúklingalundir
120g Hveiti
1 tsk Paprika
1 tsk Hvítlauksduft
1 tsk Salt & pipar
2 stk Egg
60ml Mjólk
1 msk Hot sauce