Skrímslakökur
Enginn tími til að gera góðgæti fyrir hrekkjavökuna? Þessi hérna uppskrift er þá málið, þið eruð nefnilega pottþétt fljótari að útbúa þessa snilld heldur en að fara út í búð að kaupa eitthvað tilbúið!
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Klæðið skúffukökuform að innan með bökunarpappír.
Bræðið súkkulaði, smjör og sýróp saman í potti þar til bráðið, leyfið að sjóða saman í um 30 sekúndur og slökkvið þá á hellunni.
Hrærið Rice Krispies og Eitt sett kurli saman við og hellið í bökunarformið, sléttið aðeins úr.
Stráið kökuskrauti í hrekkjavökulitunum yfir allt og þrýstið skrímslaaugum niður hér og þar.
Kælið í að minnsta kosti 30 mínútur áður en þið skerið í bita.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
200 g Síríus suðusúkkulaði
40 g smjör
220 g sýróp
150 g Eitt sett lakkrískurl
150 g Rice Krispies
Kökuskraut
Sykuraugu