Súkkulaði orkustykki
Uppskrift
Leiðbeiningar
Myljið kasjúhneturnar svolítið niður í blandara og setjið svo í skál ásamt, graskersfræjum, sólblómafræjum og sesamfræjum.
Setjið hlynsíróp í pott/pönnu og leyfið því að sjóða aðeins í pottinum. Setjið möndlusmjör út í pottinn og hrærið saman við, bætið svo mjólkinni út í og hrærið saman við. Hellið blöndunni út í skálina með fræblöndunni og hrærið saman við.
Bætið Nóa Kroppinu út í og blandið öllu vel saman.
Setjið smjörpappír í 25×25 cm form (eða sambærilega stórt) og pressið blöndunni þétt niður.
Bræðið hvíta súkkulaðið og deifið yfir ásamt graskersfæjum, setjið inn í ísskáp í u.þ.b. 30 mín og skerið svo í bita.
Innihaldsefni
300 g kasjúhnetur
1 1/2 dl graskersfræ + fleiri til að skreyta með
1 1/2 dl sólblómafræ
1/2 dl sesamfræ
70 ml hlynsíróp
1 dl möndlusmjör
4 msk möndlumjólk (eða önnu mjólk)
200 g Nóa Kropp
150 g Hvítt súkkulaðidropar frá Nóa Síríus