Súkkulaði pönnukökur
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Blandið öllum þurrefnunum saman
Blandið saman mjólkinni og brædda smjörinu og blandið því út í þurrefnin ásamt egginu.
Hrærið vel saman þangað til blandan verður nánast kekklaus.
Steikið 1 dl í af deigi í einu á meðal heitri pönnukökupönnu og steikið á báðum hliðum
Skerið súkkulaðið niður og setjið í skál.
Hitið rjómann að suðu (ekki sjóða) og hellið honum yfir súkkulaðið. Hrærið varlega saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað og sósan samlagast.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
250 g hveiti
2 msk Síríus kakóduft
3 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 dl sykur
1 egg
250 ml mjólk
60 g brætt smjör
300 g Síríus rjómasúkkulaði
200 ml rjómi