Bláberjamúffur með hvítu súkkulaði

Bláberjamúffur Með Hvítu Súkkulaði
Bökunartími
25 mín
Undirbúningstími
10 mín

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTN
Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og smjör þar til deigið er létt og fínt. Bætið eggjum saman við, einu í einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið þeim því næst saman við deigið ásamt rjóma (það má líka nota mjólk eða létta jógúrt) og vanillu. Þeytið deigið mjög vel í 2–3 mínútur og munið að skafa meðfram hliðum í millitíðinni svo allt deigið blandist vel saman. Bætið karamellukurli við í lokin. Skiptið deiginu jafnt niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 18 – 22 mínútur.
Kælið kökurnar mjög vel áður en þið setjið á þær krem.


KREM
Þeytið smjör og flórsykur saman. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og bætið varlega saman við smjörið og flórsykurinn. Þeytið í 2–3 mínútur og bætið síðan rjómanum og vanillu saman við, best er að þeyta kremið í 3 mínútur til viðbótar en þá verður það silkimjúkt. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið þær með karamellukurli.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN
200 g smjör, við stofuhita
3 dl sykur
4 egg
5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
4 dl rjómi 2 tsk vanilludropar
150 g Síríus karamellukurl

KREM
240 g smjör, við stofuhita
500 g flórsykur
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
1 msk rjómi
1 tsk vanilla (helst extract)
Síríus karamellukurl til skrauts