Regnbogabollakökur

REGNBOGABOLLAKÖKUR

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOLLAKÖKUR

Forhitið ofninn í 180°C.
Þeytið sykur og smjör þar til blandan er létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu, þeytið vel á milli.
Sigtið saman hveiti og lyftidufti minnst þrisvar sinnum.
Bætið hveitiblöndunni, matarsódanum, vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið í nokkrar mínútur eða þar til blandan verður silkimjúk.
Saxið súkkulaðið með trompbitum og setjið út í deigið ásamt súkkulaðidropunum. 6. Setjið deigið í pappírsform.
Bakið við 180°C í 15 – 18 mínútur.
Kælið kökurnar áður en þið setjið á þær krem.

SÚKKULAÐIKREM
Þeytið saman rjómaost og smjör þar til það verður mjúkt.
Bætið flórsykrinum saman við og þeytið þar til kremið er létt og ljóst.
Á meðan bræðið þið dökku súkkulaðidropana yfir vatnsbaði.
Hellið súkkulaðinu og vanilludropunum út í kremið. Hrærið mjög vel í nokkrar mínútur. 5. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar.
Skreytið kökurnar með litríkum Síríus súkkulaðiperlum.


Til að fá ljósara súkkulaðikrem má skipta út dökku súkkulaðidropunum fyrir hvíta dropa.
Fyrir fjölbreytni á bollakökuhlaðborðið má setja Síríus lakkrískurl eða karamellukurl á sumar bollakökurnar.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOLLAKÖKUR
250 g smjör, við stofuhita 4 dl sykur
4 egg
4 – 5 dl mjólk
5 dl hveiti
2 – 3 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk vanilludropar
70 g Síríus rjómasúkkulaðidropar
70 g Síríus trompsúkkulaði

SÚKKULAÐIKREM
300 g smjör við stofuhita 200 g hreinn rjómaostur 500 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
150 g Síríus dökkir súkkulaðidropar
150 g Síríus súkkulaðiperlur