Súkkulaðibollakökur með Nóa rjómakúlu kremi
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir- og yfirhita.
Bræðið saman kúlur og rjóma. Leyfið því að kólna örlítið.
Hrærið saman olíu, egg og súrmjólk.
Blandið saman púðursykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti. Blandið því saman við eggjablönduna.
Raðið bollakökuformum í bollakökuálbakka og fyllið hvert form upp að 2/3, bakið i 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
Þeytið smjörið þar til það verður ljóst og loftmikið, hellið þá flórsykrinum út í smjörið og þeytið.
Hellið kúlublöndunni út í kremið og þeytið.
Setjið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút og sprautið vel á hverja köku.
Innihaldsefni
150 g Nóa rjómakúlur
1 dl rjómi
100 ml bragðlítil olía
2 egg
150 ml súrmjólk
200 g púðursykur
170 g hveiti
50 g Síríus kakóduft
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
250 g smjör
400 g flórsykur