Vegan banana bollakökur
Bökunartími
45-50 mín
Undirbúningstími
10 mín
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum og stillið 175°C, undir og yfir hita.
Setjið maukaða banana, kókosolíu, plöntumjólk, eplaedik og vanilludropa í skál, hrærið saman.
Bætið hveiti, salti, matarsóda, lyftidufti og sykri út í skálina og hrærið saman.
Setjið pappírsbollakökuform í bollakökuálbakka og fyllið hvert form upp 2/3 formsins, bakið kökurnar inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
Bræðið pralín súkkulaðið yfir vatnsbaði, leyfið því á kólna á meðan þið hrærið smjörið.
Setjið smjörlíki eða annað vegan smjör í skál og þeytið það vel, bætið flórsykrinum út í það og þeytið mjög vel saman við. Bætið brædda pralín súkkulaðinu út í og þeytið.
Setjið stóran opinn stjörnustút í sprautupoka og fyllið hann af kremi. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með pralín súkkulaðibitum.
Innihaldsefni
BANANABOLLAKÖKUR
230 g maukaðir bananar (u.þ.b. 1 1/2 banani)
50 g kókosolía
240 ml möndlumjólk eða önnur plöntumjólk
1 msk eplaedik
2 tsk vanilludropar
350 g hveiti
1/2 tsk salt
1/2. tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
200 g sykur
BANANASÚKKULAÐI SMJÖRKREM
300 mjúkt smjörlíki eða annað vegan smjör
500 g flórsykur
200 g Síríus pralín súkkulaði með bananafyllingu (100 g til viðbótar sem skraut en má sleppa)