Berjalúxus

Uppskrift
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
Hitið ofninn í 180°C.
Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.
Pískið eggin í skál, vigtið og geymið. Ef eggin eru lítil gæti þurft aðeins meira en 3 egg.
Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hellunni.
Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel þar til „smjörbolla“ myndast.
Færið þá deigið yfir í hrærivélarskálina og hrærið rólega með K-inu þar til mesti hitinn er farinn út því.
Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið áfram saman.
Setjið þá kúfaða matskeið á bökunarpappír fyrir hverja bollu (ég notaði litla ísskeið) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.
Alls ekki opna ofninn til að kíkja á þær/botninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur því þá eru meiri líkur á því að þær falli.
Leyfið bollunum að kólna, skerið þær í sundur og hefjist handa við fyllingarnar.
Berjafylling
Maukið blönduð ber og vanillusykur í matvinnsluvél eða með töfrasprota.
Það er einnig gott að setja eina matskeið af vatni út í ef berjamaukið er of þykkt.
Stífþeytið rjómann og blandið maukuðum berjunum saman við.
Blandið smásaxaða rjómasúkkulaðinu varlega saman við rjómann.
Skerið bollurnar í tvennt, smyrjið berjasultu á botninn, skerið niður jarðarber og bláber og setjið yfir sultuna.
Sprautið berjarjómanum yfir.
Eitt sett töggur krem
Bræðið eitt sett töggur í rjómanum við vægan hita, dýfið lokinu í blönduna og lokið bollunni.
Rífið suðusúkkulaði yfir og skreytið með ferskum berjum eftir smekk.
Innihaldsefni
Vatnsdeigsbollur
360 ml vatn
180 g smjör
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
3 egg (160 g)
Berjafylling
500 ml rjómi
2 tsk vanillusykur
2 dl blönduð ber (helst frosin)
Berjasulta, magn eftir smekk
Fersk jarðarber og bláber, magn eftir smekk
100 g Síríus rjómasúkkulaði, smátt saxað.
Eitt sett töggur krem
150 g Nóa eitt sett töggur
1 dl rjómi
Skraut
Síríus suðusúkkulaði, rifið
Fersk ber eftir smekk