Bragðarefsbolla

Bragdarefur

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeigsbollur

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.

Pískið eggin í skál, vigtið og geymið. Ef eggin eru lítil gæti þurft aðeins meira en 3 egg.

Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hellunni.

Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel þar til „smjörbolla“ myndast.

Færið þá deigið yfir í hrærivélarskálina og hrærið rólega með K-inu þar til mesti hitinn er farinn út því.

Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið áfram saman.

Setjið þá kúfaða matskeið á bökunarpappír fyrir hverja bollu (ég notaði litla ísskeið) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.

Alls ekki opna ofninn til að kíkja á þær/botninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur því þá eru meiri líkur á því að þær falli.

Leyfið bollunum að kólna, skerið þær í sundur og hefjist handa við fyllingarnar.

 

Fylling

Þeytið rjómann ásamt flórsykri. Bætið kókosmjöli, maukuðum jarðarberjum, muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði með Tromp bitum varlega saman við með sleif.

Skerið bollurnar í tvennt, setjið sultu að eigin vali, t.d. jarðarberjasultu, á botninn og svo fyllinguna þar yfir.

 

Dökkt súkkulaðisíróp

Bræðið suðusúkkulaði, rjóma og síróp saman við vægan hita.

Dýfið efri hlutanum af bollunum í sýrópið og tyllið svo ofan á neðri hlutann með sultunni og rjómanum.

 

Skraut

Skreytið með muldu Nóa Kroppi og söxuðu rjómasúkkulaði súkkulaði með Tromp bitum. 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeigsbollur

360 ml vatn

180 g smjör

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

3 egg (160 g)

 

Fylling

500 ml rjómi

3 msk flórsykur

½ dl kókosmjöl

250 g fersk jarðarber, maukuð

100 g Nóa Kropp, mulið gróflega

150 g Síríus rjómasúkkulaði með Tromp bitum, saxað

Sulta að eigin vali

 

Dökkt súkkulaðisíróp

200 g Síríus 70% suðusúkkulaði

6 msk rjómi

4 msk síróp

 

Skraut

Nóa Kropp

200 g Síríus 70% suðusúkkulaði