Eftirréttabolla

Uppskrift
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
Hitið ofninn í 180°C.
Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.
Pískið eggin í skál, vigtið og geymið. Ef eggin eru lítil gæti þurft aðeins meira en 3 egg.
Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hellunni.
Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel þar til „smjörbolla“ myndast.
Færið þá deigið yfir í hrærivélarskálina og hrærið rólega með K-inu þar til mesti hitinn er farinn út því.
Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið áfram saman.
Setjið þá kúfaða matskeið á bökunarpappír fyrir hverja bollu (ég notaði litla ísskeið) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.
Alls ekki opna ofninn til að kíkja á þær/botninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur því þá eru meiri líkur á því að þær falli.
Leyfið bollunum að kólna, skerið þær í sundur og hefjist handa við fyllingarnar.
Hvítsúkkulaðirjómi
Hitið 75 ml af rjómanum að suðu og hellið yfir hvítu súkkulaðidropana og hrærið vel saman.
Hrærið því næst blöndunni varlega saman við þeytta rjómann.
Skerið bollurnar í tvennt.
Raðið hindberjum á botninn og setjið hvítsúkkulaðirjómann ofan á og síðast saxaða rjómasúkkulaðið með Tromp bitum.
Súkkulaðiglassúr
Setjið öll hráefnin í pott og bræðið á lágum hita, takið síðan blönduna úr pottinum og leyfið henni að standa aðeins meðan hún kólnar.
Dýfið lokunum af bollunum í glassúrinn og skreytið með söxuðum hvítum súkkulaðidropum og Nóa kroppi.
Innihaldsefni
Vatnsdeigsbollur
360 ml vatn
180 g smjör
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
3 egg (160 g)
Hvítsúkkulaðirjómi
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
75 ml rjómi
600 ml rjómi (þeyttur)
Hindber, fersk
Síríus Rjómasúkkulaði með Tromp bitum
Súkkulaðiglassúr
250 g Síríus Suðusúkkulaði
125 g smjör
35 g flórsykur
215 ml rjómi
1 msk kaffi
1/4 tsk salt
Skraut
Nóa Kropp
Síríus hvítir súkkulaðidropar