Eitt sett bolla

Eitt Sett Bolla Linda Ben

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeigsbollur

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.

Pískið eggin í skál, vigtið og geymið.

Ef eggin eru lítil gæti þurft aðeins meira en 3 egg.

Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hellunni.

Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel þar til „smjörbolla“ myndast.

Færið þá deigið yfir í hrærivélarskálina og hrærið rólega með K-inu þar til mesti hitinn er farinn út því.

Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið áfram saman.

Setjið þá kúfaða matskeið á bökunarpappír fyrir hverja bollu (ég notaði litla ísskeið) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar.

Alls ekki opna ofninn til að kíkja á þær/botninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur því þá eru meiri líkur á því að þær falli.

Leyfið bollunum að kólna, skerið þær í sundur og hefjist handa við fyllingarnar (sjá hér að neðan).



Fylling

Bræðið saman 200 g Síríus suðusúkkulaði og 75 ml rjóma.

Létt þeytið 500 ml rjóma og bætið út í 2 msk af súkkulaðirjómanum, fullþeytið rjómann.

Skerið niður Eitt sett bita og bætið út í rjómann.

Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær af rjómanum.

Lokið og setjið súkkulaðið yfir, skreytið með Síríus lakkrískurli eða niðurskornum Eitt sett bitum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeigsbollur

360 ml vatn

180 g smjör

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

3 egg (160 g)

 

Fylling

500 ml rjómi

200 g Síríus suðusúkkulaði

75 ml rjómi

Eitt sett bitar

50 g Siríus lakkrískurl eða niðurskornir Eitt sett bitar