Kropp og karamellu bolla

Kropp Og Karamellu Bolla Linda Ben

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeigsbollur

Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.

Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín.

Slökktu svo undir pottinum.

Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif.

Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins.

Láttu standa í 5 mín.

Færðu deigið í hrærivél.

Settu þrjú egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið.

Vegna þess að egg eru misttór eru mismunandi hversu mikið þú þarft af seinasta egginu.

Áferðin á deiginu á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum.

Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt.

Settu seinasta eggið í litla skál og hrærðu það saman.

Settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli þangað til þú ert komin með rétta áferð á deigið.

Settu smjörpappír á ofnplötu og settu deigið í sprautupoka eða matskeiðar til að útbúa bollurnar (2 msk ein bolla).

Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, gott að miða við um það bil 12 bollur á hverja plötu.

Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar.

Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

 

Fylling

Setjið rjóma kúlurnar í pott og bræðið með 50 ml rjóma, leyfið henni að kólna örlítið.

Létt þeytið rjómann og bætið út í 2 msk af karamellunni, fullþeytið rjómann.

Brjótið Nóa Kroppið og setjið ofan í rjómann, blandið varlega saman.

Skerið bollurnar í helminga og fyllið þær með rjómanum, lokið bollunum.

Setjið flórsykur ofan í karamelluna og blandið saman.

Setjið karamelluna ofan á bollurnar og skreytið með karamellukurli

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeigsbollur

125 g smjör

1 msk sykur

275 ml vatn

170 g hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

3-4 egg

 

Fylling

500 ml rjómi

200 g Nóa Kropp

150 g Nóa rjóma kúlur

50 ml rjómi

2 dl flórsykur

50 g Síríus karamellukurl