Smá kropps bolla með jarðarberjum

Image00008

12 stk. miðlungsstórar bollur

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeig
Setjið vatn, smjör, salt og sykur saman í pott og hitið saman á miðlungs hita þar til smjörið hefur bráðnað og blandan er rétt svo farin að sjóða.

Hellið hveitinu út í og hrærið stöðugt yfir hitanum þar til það allt helst vel saman í kúlu í u.þ.b. 2-3 mínútur.

Takið af hitanum og setjið deigið í stóra skál og látið kólna í um það bil 3-5 mínútur.

Þeytið saman eggin í annarri skál og bætið þeim við deigið í litlum skömtum og hrærið vel á milli með sleikju eða í hrærivél.

Áferðin á deiginu á að vera þannig að það leki hægt og svolítið erfiðlega af sleikjunni á nokkrum sekúndum.

Deigið á að halda nokkurn veginn sömu lögun eftir að það er sett á plötuna en ekki leka út og verða flatt.

Notið sprautupoka eða skeiðar til að mynda bollur á bökunarpappír á bökunarplötu.

Bakið síðan bollurnar á 190°C í 25-30 mínútur.

Leyfið bollunum síðan að kólna á plötunni.


Karamellu glassúr

Bræðið saman rjóma kúlur og rjóma í pott.

Takið síðan helminginn af blöndunni og hellið í skál og setjið til hliðar til að nota sem glassúr.

Notið restina í pottinum fyrir Smá Kropps rjómann.

 

Smá kropps rjómi

Bætið rjómanum við restina af karamellu glassúrnum og hrærið aðeins saman við miðlungs hita þar til blandan hefur komið vel saman.

Hellið síðan í skál og kælið inn í ísskáp þar til blandan er alveg köld u.þ.b. 4-6 klst eða yfir nótt.

Hellið blöndunni í stóra skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til rjómin verður stífur.

Hellið síðan Smá Kroppinu út í rjómann og hrærið rétt svo saman með sleikju og leggið svo til hliðar til að fylla bollurnar seinna.

 

Samsetning

Skerið bollurnar í helming og dreifið jarðarberjunum í botninn og setjið síðan Smá Kropps rjómann ofaná.

Dífið toppnum af vatnsdeigs bollunni í karamellu glassúrinn og leggið ofan á rjóma hliðina. Dreifið síðan Smá Kroppi ofan á og njótið þessari fersku og bragðgóðu bollu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeig

236 ml vatn
110 g smjör
1/ 2 tsk. salt
1 tsk. sykur
120 g hveiti
3-4 egg (u.þ.b. 150g)


Karamellu glassúr

1 poki rjóma kúlur
100 g rjómi


Smá Kropps rjómi
Helmingur af karamellu glassúr
200g rjómi
1 poki af smákroppi


Samsetning
Jarðarber skorin í þunnar sneiðar