Súkkulaði og saltkaramellubollur

Image00003

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Súkkulaði Craquelin deig

Hrærið saman smjör og púðursykur og bætið síðan við hveiti og kakói og blandið þar til allt kemur saman í deig kúlu.

Leggið deigið á milli tveggja laga af bökunar pappír og fletjið þunnt út með kökukefli. Kælið síðan deigið inn í ísskápnum í 30+ mín.

Takið bökunarpappírinn af toppnum af deiginu og stimplið síðan út litlar skífur úr deiginu sem eiga að vera sama stærð og vatnsdeigsbollurnar.

Ef deigið verður lint aftur er best að setja það aftur inn í ísskáp og síðan leggja kaldar Craquelin skífurnar ofan á vatnsdeigið með spaða.

 

Vatnsdeig

Setjið vatn, smjör, salt og sykur saman í pott og hitið saman á miðlungs hita þar til smjörið hefur bráðnað og blandan er rétt svo farin að sjóða.

Hellið hveitinu út í og hrærið stöðugt yfir hitanum þar til það allt helst vel saman í kúlu í u.þ.b. 2-3 mínútur.

Takið af hitanum og setjið deigið í stóra skál og látið kólna í um það bil 3-5 mínútur.

Þeytið saman eggin í annarri skál og bætið þeim við deigið í litlum skömtum og hrærið vel á milli með sleikju eða í hrærivél.

Áferðin á deiginu á að vera þannig að það leki hægt og svolítið erfiðlega af sleikjunni á nokkrum sekúndum.

Deigið á að halda nokkurn veginn sömu lögun eftir að því er sett plötuna en ekki leka út og verða flatt.

Notið sprautupoka eða skeiðar til að mynda bollur á bökunarpappír á bökunarplötu og leggið síðan Craquelin skífurnar ofan á.

Bakið síðan bollurnar á 190°C í 25-30 mínútur.

Leyfið bollunum síðan að kólna á plötunni.

 

Mjólkursúkkulaði rjómi

Bræðið saman mjólkursúkkulaðið og rjóman í pott.

Hellið síðan í skál og kælið inn í ísskáp þar til blandan er alveg köld u.þ.b. 4-6 klst eða yfir nótt.

Hellið blöndunni í stóra skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til rjóminn verður stífur.

Færið yfir í sprautupoka með stjörnu stút og leggið til hliðar til að setja á bollurnar seinna.


Saltkaramella

Setjið saman sykur og vatn í miðlungs/stórum pott og bræðið saman yfir lágum hita, ekki hræra neitt í blöndunni en vaktið hana mjög vel.

Hægt og rólega á sykurinn að leysast upp og bráðna og blandan á að byrja að fá smá dekkri lit.

Lækkið enn meira í hitanum og um leið og karamellan verður gullinbrún þá á að hella rjóman útí í þremur skömmtum, og hrærið vel á milli.

Athugið að þegar rjóminn fer út í getur karamellan búblað smá upp og kemur mikil gufa en ekki hafa áhyggjur. Haldið bara áfram að hræra og allt kemur saman.

Bætið síðan við klípu af sjávarsalti og sjóðið í auka 3 mín.

Hellið síðan í eldfast mót og leyfið að kólna við stofu hita í ca 2-4 klst.

 

Samsetning

Skerið bollurnar í helming og smyrjið karamellunni í botninn og dreifið síðan karamellukurli yfir.


Fyllið síðan restina af bollunni með mjólkursúkkulaði rjómanum og stráið smá auka karamellu kurli ofan á og setjið síðan toppinn af bollunni á og njótið þessarar ljúffengu bollu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Súkkulaði Craquelin deig ofan á

100g púðursykur
100g smjör
100g hveiti
20g  kakó

 

Vatnsdeig

236 ml vatn
110 g smjör
1/ 2 tsk. salt
1 tsk. sykur
120 g hveiti
3-4 egg (u.þ.b. 150g)

 

Mjólkursúkkulaði rjómi

300g Nóa Siríus mjólkursúkkulaði
400g Rjómi


Saltkaramella

110 g sykur
60 g vatn
120 g rjómi
Klípa af salti


Samsetning
1 poki Karamellukurl