Súkkulaði Smash bolla!

Vatnsdeigsbollur (5)

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeigsbollur

Hitið ofninn í 180°C og klæðið tvær bökunarplötur/skúffur með bökunarpappír.

Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og geymið.

Pískið og vigtið eggin í skál og geymið.

Bræðið smjörið í potti og hellið vatninu saman við, hrærið saman þar til fer að sjóða og smjörið er bráðið.

Slökkvið þá á hellunni og blandið hveitiblöndunni saman við svo úr verði nokkurs konar smjörbolla.

Færið blönduna yfir í hrærivélarskálina og hrærið með K-inu á lágum hraða þar til mesti hitinn er farinn úr deiginu.

Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og blandið saman.

Notið litla ísskeið eða matskeið til þess að móta bollurnar og bakið síðan í um 30 mínútur eða þar til þær verða vel gylltar.

Alls ekki opna ofninn samt fyrr en í fyrsta lagi að 25 mínútnum liðnum.

Kælið síðan áður en þið fyllið og setjið glassúr ofan á.

 

Fylling í bollur

Saxið Smash stykkin smátt niður og vefjið saman við rjómann með sleikju.

Setjið í sprautupoka með stórum hringlaga stút og fyllið bollurnar (líka hægt að nota bara skeið).

 

Glassúr og skreyting

Pískið allt saman nema Smákroppið.

Setjið glassúr yfir hverja bollu og toppið með Smákroppi.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeigsbollur

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

¼ tsk. salt

3 egg (160 g)

180 g smjör

360 ml vatn

 

Fylling í bollur 

500 ml þeyttur rjómi

3 x Smash saltkaramellustykki ( 3 x 40 g)


Glassúr og skreyting

100 g smjör (bráðið)

210 g flórsykur

3 msk. Síríus bökunarduft

3 tsk. vanilludropar

2 msk. uppáhellt kaffi

Nóa Smákropp