Súkkulaði vatnsdeigsbollur með Nóa kroppi

NS Ljufalif 1 Bollur 1080X608

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Vatnsdeigbollur

Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur.

Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín.

Slökktu svo undir pottinum.

Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif.

Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín.

Færðu deigið í hrærivél.

Settu þrjú egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið.

Vegna þess að egg eru misttór eru mismunandi hversu mikið þú þarft af seinasta egginu.

Áferðin á deiginu á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum.

Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt.

Settu seinasta eggið í litla skál og hrærðu það saman.

Settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli þangað til þú ert komin með rétta áferð á deigið.

Settu smjörpappír á ofnplötu og settu deigið í sprautupoka eða matskeiðar til að útbúa bollurnar (2 msk ein bolla).

Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, gott að miða við um það bil 12 bollur á hverja plötu.

Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar.

Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

 

Fylling og hjúpur

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið súkkilaðið aftur að u.þ.b. rúmlega stofuhita, en passið að það stirðni samt ekki.

Þeytið rjómann og setjið 150 g mini Nóa Kropp út í rjómann, blandið saman.

Skerið bollurnar ekki alveg í helminga heldur þannig að toppurinn er ennþá fastur á.

Fyllið bollurnar með rjómanum og sléttið úr rjómanum svo hann sé alveg sléttur við bollurnar.

Notið teskeið til að hella súkkulaði yfir aðra hlið bollanna þannig að önnur hliðin sé alveg hjúpuð.

Setjið mini Nóa Kropp yfir súkkulaðið.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Vatnsdeigbollur

125 g smjör/smjörlíki

1 msk sykur

275 ml vatn

170 g hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

3-4 egg

Fylling og hjúpur

500 ml rjómi

300 g mini Nóa Kropp

300 g suðusúkkulaði