Dubai súkkulaði eftirréttur

Dubai Chocolate Dessert (2)

Líklega einn einfaldasti og heitasti eftirréttur sögunnar en uppskriftin dugar í um 6 glös! 

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bræðið súkkulaðið og hrærið síðan matarolíunni saman við (til að koma í veg fyrir að það storkni alveg).

Skerið jarðarberin í bita og geymið.

Hrærið saman kataifi og pistasíukremi.

Raðið næst saman í fallegt glas/skál.

Fyrst fer um 1 msk. brætt súkkulaði, síðan nokkur jarðarber og um 1 msk. af pistasíublöndu, endurtakið nema setjið smá auka súkkulaði yfir í lokin og saxaðar pistasíur.

Geymið í kæli og njótið sem fyrst.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

250 g Síríus mjólkursúkkulaði

4 msk. ljós matarolía

600 g jarðarber

100 g Kataifi (ristað)

250 g pistasíukrem

40 g pistasíukjarnar (saxaðir)