Einfalt Nóa nammi
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði.
Takið það af hitanum og látið kólna örlítið áður en Nóa Kroppinu, súkkulaðirúsínum, lakkrískurli og hnetum er blandað saman við.
Leggið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
Notið matskeið til þess að búa til mola.
Bræðið hvíta súkkulaðið með 2 msk. af rjóma og hrærið saman.
Dreifið því yfir molana. Látið molana harðna alveg áður en þeir eru losaðir frá pappírnum. Molarnir geymast 2-3 vikur í vel lokuðu íláti í kæli.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
150 g Síríus rjómasúkkulaði
150 g Nóa Kropp
150 g Síríus súkkulaðirúsínur
150 g Síríus lakkrískurl eða karamellukurl 100 g pekanhnetur, grófsaxaðar, eða aðrar hnetur
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
2 msk. rjómi