Eitt sett pavlovur með hindberja compote

Pavlovur 2

Dásamlegar Eitt sett pavlovur með hindberja compote. Höfundur uppskriftar er Anna Marín Bentsdóttir. 

Magn: 10-12 stk 

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Pavlovur 

Aðferð:
Byrjið á því að hita ofninn í 140°C blástur.
Leggið bökunar pappír á 2 bökunarplötur og leggið til hliðar.
Setjið eggjahvíturnar, sykur og edik í stóra skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara í nokkrar mín þar til marengsinn er stífþeyttur.
Bætið síðan við flórskykri og hrærið í auka 2 mín á miðlungs/miklum hraða.
Marensin missir smá stífleikan sinn á þessum tímaunkti en ef þið hrærið í nokkrar mínútur í viðbót þá á marinsin að stífna aftur.
Setjið marengsin í sprautupoka og sprautið út lítil pavlovu hreiður með holu í miðjunni.
Líka er hægt að nota matskeið til móta pavlovurnar og bara passið að búa til litla holu í miðjuna fyrir fyllinguna seinna meir.
Bakið pavlovurnar í 15-20 mín.
Slökkvið síðan á ofninum og leyfið þeim að kólna inni í ofni í amk 2 klst en helst yfir nótt.

Eitt sett rjómi

Aðferð:
Bræðið eitt sett töggur og rjómann á miðlungs hita í miðstærðar potti.
Hrærið stöðugt í u.þ.b. 5 mín svo að tögguninn brenni ekki í botninum.
Hellið síðan blöndunni í skál þegar allir bitarnir hafa bráðnað og kælið inn í ískáp í 4 klst eða yfir nótt.
Hellið blöndunni svo í miðlungs skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til stífþeytt.
Setjið rjóman í sprautupoka eða notið skeið til að fylla pavlovurnar.

Hindberja compote

Aðferð:
Setjið hindberin og sykur í pott og hrærið yfir miðlungs hita í 5 mín eða þar til það myndast hindberja sósa og sykurinn hefur bráðnað en það eru enn nokkur stærri hindber eftir.
Hellið síðan í krukku eða skál og leyfið að kólna

 

Samsetning:
Eitt sett lakkrís kurl
Aðferð:
Sprautið smá af eitt sett rjómanum í botninn á pavlovunum.
Stráið svo lakkrískurli í botninn yfir rjómann og fyllið svo restina af pavlovunni með rjómanum.
Setjið svo smá af hindberja compoteinu ofan á.
Kælið síðan aðeins inn í ísskáp í smástund og síðan bara njótið!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Pavlovur
6 eggjahvítur
200 g sykur
120 g flórsykur
½ tsk edik

Eitt sett rjómi
165 g eitt sett töggur
500 g rjómi

Hindberja compote
200 g hindber (fersk eða frosin)
100 g sykur

Samsetning
Eitt sett lakkrís kurl