Eitt sett sörumús
Uppskrift
Leiðbeiningar
Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.
Bræðið Eitt Sett súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við.
Geymið kremið inni í ísskáp yfir nótt.
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita.
Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti og cream of tartar, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til stífir toppar myndast.
Blandið saman flórsykri og möndlumjöli. Bætið út í eggjahvítublönduna og veltið varlega saman við með sleikju þar til samlagað.
Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút.
Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökunum að kólna.
Takið u.þ.b. 4-6 botna og brjótið hvern botn í u.þ. 2-4 bita, setjið í glös sem bera á súkkulaðimúsina fram í.
Setjið súkkulaðimús yfir og sléttið toppinn.
Bræðið helminginn af Barón súkkulaðinu yfir vatnsbaði, takið súkkulaðið af hitanum og brjótið hinn helminginn af súkkulaðinu út í súkkulaðið. Hrærið varlega saman þar til allt hefur bráðnað, setjið skálina helst ekki aftur ofan í heita vatnið, það er eðlilegt að þetta taki svolitla stund (með því að bræða súkkulaðið svona hægt verður það aftur stökkt þegar það stirðnar aftur).
Setjið súkkulaði yfir músina með teskeið og sléttið svo varlega með teskeið. Leyfið súkkulaðinu að stirðna og berið svo eftirréttinn fram.
Innihaldsefni
Eitt Sett Sörumús
3 eggjarauður
100 g vatn
100 g sykur
300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði
100 g mjúkt smjör
500 ml rjómi
300 g Barón Súkkulaði
Botnakröns
3 eggjahvítur
1/3 tsk. salt
1/3 tsk. cream of tartar
50 g sykur
200 g flórsykur
200 g möndlumjöl