Eitt sett súkkulaðimús

Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Brjótið súkkulaðið niður og setjið í pott ásamt 100 ml af rjóma, hitið á lágum hita þangað til að súkkulaðið hefur bráðnað.
Hrærið vel og leggið til hliðar.
Léttþeytið 400 ml af rjóma í einni skál og þeytið saman eggjarauður og flórsykur þangað til létt og ljóst í annarri.
Blandið þá súkkulaðinu saman við eggjarauðurnar og hrærið vel saman.
Þá er súkkulaðinu blandað saman við rjómann í nokkrum skömmtum og hrært varlega á milli.
Hellið í eina stóra skál eða dreifið í minni skálar. Setjið músina inn í ísskáp og leyfið henni að taka sig í minnst 2-3 klst.
Áður en músin er borin fram er tilvalið að skreyta hana með meira súkkulaði, ferskum berjum og jafnvel lakkríssósu.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
300 g Eitt Sett súkkulaði
500 ml rjómi
4 eggjarauður
1 msk flórsykur