Eplapæ

Eplapæ

Með suðusúkkulaðidropum, salthnetum og karamellusósu fyrir 6 - 8 manns 

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTN
Forhitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka.
Skerið eplin í litla bita og setjið í skál. Blandið sykri og kanil við eplin og blandið mjög vel saman.
Leggið eplin í eldfast mót, hellið suðusúkkulaðidropum yfir ásamt smátt söxuðum salthnetum.
Myljið deigið yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur. Berið strax fram með karamellusósu og vanilluís.

DEIGIÐ
Setjið öll hráefnin í skál og hnoðið með höndunum þar til áferðin verður deigkennd.

SÖLTUÐ KARAMELLUSÓSA
Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita og bætið sjávarsalti saman við í lokin.
Berið fram með eplapæinu!

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN
6 græn epli
2 tsk kanill
2 msk sykur
100 g Síríus suðusúkkulaðidropar
70 g salthnetur, smátt saxaðar

DEIGIÐ
150 g sykur
150 g smjör, við stofuhita
150 g hveiti
50 g haframjöl
50 g kókosmjöl

SÖLTUÐ KARAMELLUSÓSA
150 g Nóa rjómakúlur
1 dl rjómi
sjávarsalt