Espresso martini ostakaka

Espresso Martini Ostakaka 11 1024X683

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél og hræra síðan smjörinu saman við og skiptið niður í botninn á glösunum.

Stífþeytið rjómann og leggið til hliðar.

Þeytið næst rjómaost, sykur, kakóduft og vanillusykur saman stutta stund.

Blandið þá uppáhelltu kaffi og bræddu súkkulaði saman við og skafið vel niður á milli.

Þegar rjómaostablandan er orðin slétt og jöfn má vefja þeytta rjómanum saman við hana með sleikju.

Skiptið ostakökublöndunni á milli glasanna og sléttið úr.

Gott er að kæla ostakökuna í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt) og sigta síðan kakóduft yfir og skreyta hvert glas með þremur kaffibaunum.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

12 stk Oreo kexkökur

40 g brætt smjör

500 g rjómaostur við stofuhita

160 g sykur

1 msk. Síríus kakóduft + meira til skrauts

2 tsk. vanillusykur

50 ml sterkt uppáhellt kaffi við stofuhita

100 g Síríus suðusúkkulaði brætt

300 ml þeyttur rjómi

Kaffibaunir til skrauts