Gyllta eggið

Fullsizerender

Uppskrift frá Óla Má Erlingssyni yfirkokk á Hótel Keflavík & KEF Restaurant.

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Marengs

Hitið ofninn í 130 °c 

Notið hreina hrærivélarskál og setjið, sykurinn, eggjahvíturnar og edikið saman og þeytið þar til blandan verður stíf. 

Þegar blandan er klár þá blandið þið Eitt Sett kurli og karamellu kurli saman við með sleif. 

Setjið smjörpappír á ofnplötu, marengsinn í sprautupoka og sprautið marengsnum í 10 litla botna, passið að hafa nógu langt á milli svo þeir festist ekki saman, gott að ýta aðeins á miðjuna með matskeið til að búa til litla skál . 

Bakið í 30 – 35 mínútur og takið svo út úr ofninum, marengsinn á að vera aðeins blautur í miðjunni. 


Espresso karamellusúkkulaði rjómi 

Hitið 100 ml af rjóma að suðu ásamt espresso. Setjið karamellusúkkulaðið í skál og hellið heitu rjómablöndunni yfir. Hrærið þangað til súkkulaðið er alveg bráðið og blandan alveg komin saman. Kælið svo en passið að blandan stífni ekki. 

Þeytið 400 ml af rjóma þar til hann er létt þeyttur og þá má hella Espresso karamellu rjómann saman við og þeyta saman þar til hann verður stífur. 

Skiptið rjómanum upp í 70/30 hlutföll, 70 % hlutfallið er sett í sprautupoka og sprautað á marengsinn en það er bætt við Eitt Sett kurli og Smá Kroppi út í 30 % hlutfallið. 

Hitið vel lítinn og beittann hníf með vatni, þurrkið bleytuna í burtu og skerið toppinn af páskaegginu (10 stk) 

Notið 30 % hlutfallið með sælgætinu til þess að fylla páskaeggin. 

Setjið eggið ofan á marengsinn með rjómanum og berið fram á fallegum disk og skreytið með berjum og sælgæti 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Lakkrís og karamellu marengs 

200 g sykur 

100 g púðursykur 

150 g eggjahvítur 

5 ml ylliblóma edik 

80 g Nóa Eitt Sett kurl 

70 g Nóa Karamellu kurl 

 

Espresso og Karamellusúkkulaði rjómi 

500 g rjómi 

150 g Nóa karamellusúkkulaði 

40 ml espresso kaffi 

60 g Nóa Eitt Sett kurl 

60 g Nóa Smá Kropp 

10 stk Nóa Páskaegg nr 1