Hvít súkkulaðimús með hindberjum

Hvít Súkkulaðimús Með Hindberjum

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Súkkulaðimús
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg, setjið til hliðar og kælið.
Hrærið rjómaost og vanilludropa saman þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur.
Bætið rjómanum saman við og hrærið vel í rúmar 3 mínútur.
Hrærið egg jahvítur og salt saman í annarri skál og bætið sykrinum varlega saman við.
Hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.
Blandið brædda súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna ásamt eggjahvítunum og hrærið varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
Setjið í sprautupoka, sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í eftirréttaglös og kælið inni í ísskáp í rúmlega 2 klst.

Toppur
Skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri. Geymist í kæli þar til súkkulaðimúsin er borin fram

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Súkkulaðimús
250 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
30 g rjómaostur
1 tsk vanilludropar
60 ml rjómi
1⁄4 tsk sjávarsalt
3 eggjahvítur
100 g sykur

Toppur
Hindber
Flórsykur