Hvítsúkkulaðimús með lakkrískeim

Hvitsukkuladimus 12 683X1024

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Bræðið súkkulaðidropana í örbylgjuofni/yfir vatnsbaði við vægan hita, hrærið reglulega í inn á milli og leyfið súkkulaðinu síðan að ná stofuhita.

Saxið á meðan einn poka af Pandakúlum smátt, geymið smá til að skreyta með.

Léttþeytið rjómann með fræjunum úr vanillustönginni.

Setjið nokkrar matskeiðar af rjóma saman við brædda súkkulaðið og vefjið saman með sleikju.

Bætið síðan restinni af rjómanum saman við og vefjið áfram.

Að lokum má vefja stífþeyttum eggjahvítum og pandakúlum saman við.

Skiptið niður í falleg glös/skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir.

Setjið síðan kúfaða teskeið af lemoncurd yfir hverja súkkulaðimús og toppið með söxuðum pandakúlum og einni heilli kúlu líka.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

270 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

450 g rjómi

1 vanillustöng (fræin)

3 stífþeyttar eggjahvítur

1 poki Pandakúlur með salmiakbragði + meira til skrauts

Lemoncurd