Kex milljónamæringsins

Uppskrift
Leiðbeiningar
Kex botn
Hitið ofninn á 180 C og smyrjið langt ferkantað form með smjöri og leggið bökunarpappír í botninn sem fer yfir botninn og upp allar hliðar en hangir meðfram hliðunum svo það er hægt að lyfta kexinu upp úr seinna.
Setjið 230 g. í pott og eldið yfir miðlungs hita.
Hrærið stöðugt þar til að smjörið brúnast og það kemur karamellu ilmur af smjörinu.
Takið það af hitanum og setjið í miðlungs skál.
Bætið við 45 g. af smjöri út í og leyfið því að bráðna og síðan kólna í uþb 10 mín.
Hrærið síðan púðursykrinum, saltinu og vanilludropunum saman við.
Bætið síðan hveitinu við og hrærið þar til að hefur myndast laust deig.
Þjappið deiginu jafnt í botn formsinns með höndunum eða spaða.
Stingið síðan gaffli nokkrum sinnum yfir allt deigið og bakið síðan 180 C í 18-22 mín eða þar til gullið brúnt ofan á.
Leyfið síðan að kólna og búið til karamelluna á meðan.
Karamella
Hellið hvítu súkkulaði í skál sem höndlar mikinn hita og leggið til hliðar.
Setjið smjör og púðursykur í meðalstóran pott.
Hrærið stöðugt yfir miðlungshita u.þ.b. 5 mínútur eða þar til smjörið og púðursykurinn hafa blandast vel saman og farið að sjóða.
Hellið rjómanum út í og hrærið yfir miðlungs hita í 3 mínútur.
Takið af hitanum og hellið yfir hvíta súkkulaðið.
Leyfið að standa í nokkrar mínútur.
Hrærið síðan saman ásamt smá salti með sleikju þar til allt blandast vel saman.
Hellið síðan yfir kex botninn og leyfið að kólna alveg við stofuhita í 30 mín og síðan inn í ísskáp í 2 klst.
Súkkulaðið
Skerið súkkulaði smátt og hellið í miðlungsskál og leggið til hliðar.
Hitið rjóma í potti þar til það kemur upp létt suða.
Takið af hitanum og bætið súkkulaðinu við og hrærið þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað.
Hellið síðan súkkulaðinu yfir karamellu lagið og dreifið vel yfir allt yfirborðið.
Stráið smá sjávar salti ofaná og leyfið að kólna í 2-4 klst eða helst yfir nótt
Skerið niður
Takið kexið úr ísskápnum og lyftið kexinu varlega úr forminu á skurðarbretti.
Stráið sjávarsalti yfir toppin og skerið síðan í bita.
Berið fram og njótið!
Innihaldsefni
Kex botn
96 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 tsk salt
270 g smjör skipt í tvo hluta (230g & 45g)
240 g hveiti
Karamella
150 g púður sykur
150 g smjör
150 g rjómi
nokkrar klípur af salti
150 g hvítt súkkulaði
Súkkulaði
300 g súkkulaði
100 g rjómi