Mini ostakökur með Bíó Kroppi

Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
- Setjið 200 g Bíókropp (einn poka) í blandara og blandið saman við bræddu smjöri. Skiptið í 24 lítil glös.
- Þeytið rjómann.
- Í aðra skál setjiði rjómaostinn og flórsykur, blandið saman.
- Blandið rjómaostinum saman við þeytta rjómann varlega með sleikju, skiptið deiginu á milli í litlu glasanna. Ef þið eruð að undirbúa ostakökurnar með fyrirvara þá raðiði ostakökunum á bakka, lokið með plastfilmu og geymið í kæli. Kökurnar geymast vel í 2-3 daga inn í kæli.
- Takið kökurnar úr kælinum og setjið Bíókropp yfir, bæði heilt og saxað.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
- 400 g Bíókropp
- 50 g smjör
- 500 ml rjómi
- 400 g rjómaostur
- 200 g florsykur