Smákökudeig í pönnu
Uppskrift
Leiðbeiningar
Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu
Hitið ofninn í 180°C.
Smyrjið um 20-25 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.
Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður en það er gert).
Bakið í um 18 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman Síríus súkkulaði og rjóma þar til slétt súkkulaðisósa myndast.
Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.
Innihaldsefni
Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift
1 x tilbúið smákökudeig frá Kötlu (Eitt sett eða Pipp)
Vanilluís
150 g Síríus súkkulaði (Notið Eitt sett súkkulaði með eitt sett deiginu og Síríus suðusúkkulaði með piparmyntubragði með Pipp deiginu)
150 ml rjómi
Smjör til að smyrja með