Súkkulaði trufflur með karamellukurli og salthnetum

Súkkulaði Trufflur Með Karamellukurli Og Salthnetum

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Trufflur
Setjið smjörpappír á plötu og setjið til hliðar.
Hitið rjóma í potti yfir meðalháum hita að suðumarki.
Lækkið hitann og setjið súkkulaði, smjör og vanilludropa saman við.
Hrærið duglega þar til blandan hefur þykknað vel.
Setjið súkkulaðiblönduna í skál, blandið karamellukurli og hökkuðum salthnetum saman við og hrærið með sleif. Kælið súkkulaðiblönduna í kæli í u.þ.b. 2 klst.
Passið að kæla súkkulaðiblönduna ekki of lengi því þá verður hún of hörð til þess að vinna með. Myndið litlar kúlur, u.þ.b.
2 cm stórar, og raðið á plötu.

Toppur
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
Dýfið hverri trufflu/kúlu ofan í súkkulaðið og leggið á plötu.
Skreytið með hökkuðum salthnetum.
Gott er að setja trufflurnar inn í kæli þar til súkkulaðið hefur náð að storkna.
Geymið í kæli þar til trufflurnar eru bornar fram.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Trufflur
1 dl rjómi
250 g Síríus rjómasúkkulaði
10 g smjör
1 tsk vanilludropar
150 g Síríus karamellukurl
80 g salthnetur

Toppur
250 g Síríus suðusúkkulaði
Hakkaðar salthnetur