Súkkulaðiterta bökuð í appelsínu

Súkkulaðiterta Bökuð Í Appelsínu

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Skerið toppinn af appelsínunum og fjarlægið „kjötið” úr þeim.

Gott er að skilja eftir þunnt lag næst hvíta laginu – það gefur gott bragð.
Bræðið súkkulaði og smjör við lágan hita yfir heitu vatnsbaði.
Þeytið saman egg og eggjarauður með hunangi.
Bætið hveitinu rólega saman við, þá bræddu súkkulaðismjörblöndunni, saltinu og hrærið mjög vel.
Hellið deiginu í appelsínubörkinn, þó ekki meira en um það bil 3⁄4 þar sem deigið á eftir að lyfta sér.
Bakið í 160°C heitum ofni í um 30 mínútur.
Skreytið með myntu og stráið flórsykri yfir.

 

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

5–6 appelsínur
175 g Síríus suðusúkkulaði
100 g smjör
2 egg
2 eggjarauður
2 msk hunang
1⁄23 tsk salt
2 msk hveiti
Flórsykur
Mynta