Súkkulaðibúðingur með Bíókroppi

Uppskrift
Leiðbeiningar
Bíó kropp botn
Brytjið Bíó kropp í minni bita með því að rúlla kökukefli yfir pokann.
Skammtið síðan í 4 glös og setjið til hliðar.
Súkkulaðibúðingur
Hrærið rjóma, mjólk og eggjarauðum í pott og færið síðan yfir á lágan hita og hrærið stöðugt þar til blandan byrjar að þykkjast smá eða komin upp í 65-70 C.
Takið af hitanum og hellið í gegnum sigti yfir súkkulaði og sjávar salt.
Leyfið að standa í 5 mín.
Hrærið síðan með töfrasprota og hellið í miðlungs skál.
Þeytið eggjahvítur með sykri þar til þær halda forminu sínu en ekki of stífþeytt.
Hrærið eggjahvíturnar saman við í súkkulaði blönduna í 3 skömmtum rosa varlega með sleikju.
Hellið síðan búðingnum yfir bíó kropp botninn og kælið í amk 3 klst eða helst yfir nótt.
Skreytið búðinginn að eigin vild.
Hægt er að skreyta með þeyttum rjóma og hindberjum eins og sést hér.
Berið síðan fram og njótið.
Innihaldsefni
Bíó kropp botn
1 poki Nóa Síríus Bíó kropp
Súkkulaðibúðingur
3 egg (ca 50 g eggjarauður, 100 g eggjahvítur)
120 gr. rjómi
45 gr. mjólk
190 gr. Nóa Siríus Suðusúkkulaði
15 gr. sykur
smá salt