Súkkulaðimús með lakkrís
Uppskrift dugar í 6 glös/skálar
Uppskrift
Leiðbeiningar
Saxið Barón súkkulaði gróft niður og bræðið í vatnsbaði ásamt smjörinu.
Takið af hitanum þegar bráðið og leyfið honum aðeins að rjúka úr.
Saxið Pandakúlurnar niður og leggið til hliðar.
Þeytið á meðan rjómann í einni skál og pískið eggin saman í annarri.
Best finnst mér að þeyta rjómann í tvennu lagi, 400 ml f.músina sjálfa strax og síðan hina 400 ml þegar músin er kæld og tilbúin fyrir skreytingu.
Bætið eggjunum næst saman við súkkulaðiblönduna í litlum skömmtum og hrærið vel á milli.
Takið nú um 1/3 af þeytta rjómanum og vefjið varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.
Setjið síðan restina af rjómanum saman við og vefjið áfram varlega, þar til slétt og jafnlit súkkulaðimús hefur myndast.
Að lokum má blanda söxuðum Pandakúlum saman við og blanda varlega saman við.
Setjið músina í sprautupoka og sprautið í skálar/glös og sléttið aðeins úr yfirborðinu.
Kælið í að minnsta kosti klukkustund áður en þið skreytið/berið fram.
Þegar músin er tilbúin fyrir skreytingu má þeyta hinn helminginn af rjómanum (400 ml) og setja í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprauta í spíral á hverja mús.
Stráið þá smá söxuðu Barón súkkulaði yfir og toppið með einni jarðarberja Panda kúlu og ferskum blómum.
Innihaldsefni
300 g Síríus Barón súkkulaði + meira til skrauts
80 g smjör
3 egg
400 ml þeyttur rjómi + 400 ml til skrauts = 800 ml
1 poki Pandakúlur með jarðarberjabragði + fleiri til skrauts