Súkkulaðimús með ristuðum kasjúhneta

Linda Ben X Noi Sirius Jan 2024 1 5 683X1024 (2)

Uppskrift fyrir 4-5 manns

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

Setjið kasjúhneturnar á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið þær inn í ofninum í u.þ.b. 8 – 10 mín eða þar til þær eru byrjaðar að brúnast.

Myljið allar nema u.þ.b. 10 kasjúhnetur þar til þær eru orðar að mest megnis fínu dufti.

Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál ásamt kókosolíu.

Hitið kókosmjólkina vel í potti þar til byrjar að rjúka upp úr henni, látið ekki sjóða (ef hún byrjar að sjóða þá þarf að kæla hana svolítið aftur áður en henni er hellt yfir súkkulaðið).

Hellið kókosmjólkinni yfir súkkulaðið og kókosolíuna og hrærið þar til bráðnað saman.

Bætið muldu kasjúhnetunum og saltinu út í súkkulaðiblönduna, hrærið saman.

Setjið blönduna inn í ísskáp og kælið í u.þ.b. 2 klst eða þar til hún er orðin þykk.

Setjið í sprautupoka og sprautið músinni í glös, skreytið með hindberjum og heilum ristuðum kasjúhnetum.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

200 g 70% Síríus súkkulaði

2 msk kókosolía

1 dós kókosmjólk

150 g kasjúhnetur

1/8 tsk salt

Hindber