Ostabakki fyrir lengra komna

Utvalda Charkbricka Liggande Ensam
Bökunartími
45 mín
Undirbúningstími

Taktu veisluna upp á næsta stig og dekraðu við gestina þína! Glæsilegur bakki með úrvali af stökku kexi, ljúffengum ostum og ferskum, litríkum ávöxtum sem gleðja bæði augu og bragðlauka.

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Gruyére með ylliblóma sírópi og pistasíum

  1. Hellið ylliblóma safa í lítinn pott og sjóðið niður um helming. Bætið sítrónu safa við eftir þörfum.
  2. Ristið og skerið pistasíurnar
  3. Borið fram með Utvalda kexi með sjávarsalti

Geitaostur með hunangi og chilli flögum

  1. Hellið hunangi og chilli flögum yfir geitaostinn

Roquefort með rabbabara chutney

  1. Hreinsið og skerið rabbabarann í litla bita, skerið rauðlaukinn í litla bita og látið malla saman í potti með smjöri í nokkrar mínútur.
  2. Bætið hunangi og ediki áfram í 15 mínútur
  3. Kælið chutney sultuna og berið fram

Camembert með hunangsristuðum perum og valhnetum

  1. Skerið perur og hitið á pönnu með smá smjöri og rósmaríni, bætið við sítrónu safa og slökkvið undir pönnunni
  2. Skerið valhnetur og þurristið á pönnu. Bæti við hunangi þegar hneturnar hafa fengið á sig brúnan lit og látið malla í 30 sek
  3. Leggið perurnar ofaná camembert ostinn og toppið með valhnetunu blöndunni

Leggið alla ostana, kex, hráskinku og aðra ávexti saman á bretti og berið fram og njótið.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Innihaldsefni

Utvalda súdeigs kex

Utvalda kex með sjávarsalti

Utvalda spelt kex

250g jarðaber

¼ melóna

160g hráskinka

125g möndlur

Gruyére með ylliblóma sírópi og pistasíum  

150g gruuyére ostur

1dl ylliblóma safi

1 tsk sítrónu safi

1 dl ristaðar pistasíur

Geitaostur með hunangi og chilli flögum

200g geitaostur

Hunang eftir þörfum

½ tsk chilli flögur

Mygluostur með rabbabara chutney

200g mygluostur

300g rabbabari

1 rauðlaukur

1 tsk smjör

0.5dl hunang

2 tsk rauðvíns edik

Camembert með hunangs ristuðum perum og valhnetum

1 stk camembert ostur

2 perur

Rósmarín

1 tsk smjör

1 tsk sítrónu safi

0.5dl valhnetur

2 tsk hunang