Karamellu ísterta með súkkulaðikremi

Linda Ben X Nói Síríus 2024 Desember 1 1

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Byrjað er á því að útbúa ísinn með því að þeyta rjómann.

Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.

Skerið pralín súkkulaðið niður í litla bita og bætið því út í ísdeigið ásamt Eitt Sett lakkrískurli, blandið varlega saman.

Klæðið 22 cm smelluform með smjörpappír eða plastfilmu.

Hellið ísdeiginu ofan í formið, lokið með plastfilmu og setjið í frystinn, passið að formið liggi beint í frystinum svo ístertan verði ekki skökk.

Frystið í a.m.k. 8 klst, það er líka hægt að gera ísinn með mjög miklum fyrirvara og geyma lengi í frysti ef maður vill.

Þeytið eggjarauðu í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós.

Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu.

Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan.

Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.

Bræðið Síríus pralín súkkulaðið.

Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan.

Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman.

Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við.

Geymið blönduna í ísskáp þar til bera á ísinn fram.

Setjið ísinn á fallegan disk, fjarlægið formið og smjörpappírinn.

Smyrjið súkkulaðikreminu á ístertuna.

Skreytið að vild, t.d. með skreyttum piparkökum, rósmarín og sigtuðum flórsykri.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

Ís 

6 eggjarauður

170 g  púðursykur

500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

150 g Eitt Sett lakkrískurl

100 Síríus pralín súkkulaði með rommkaramellu

 

Súkkulaðikrem 

1 eggjarauða

30 g vatn

30 g sykur

100 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu

30 g mjúkt smjör