Pandarefur

Pandarefur 14 1024X683

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Skerið eða stappið niður jarðarberin og saxið Pandakúlurnar smátt niður.

 

Setjið ísinn í hrærivélina og hrærið á lágum hraða með K-inu.

 

Bætið jarðarberjum, söxuðum Pandakúlum og karamellukurli saman við.

 

Slökkvið þá á hrærivélinni, bætið karamellusósunni létt saman við með sleikju (ég keypti tilbúna heita karamellusósu en hitaði hana ekki, sprautaði bara beint úr flöskunni).

 

Skiptið niður í glös, toppið með smá Pandakúlum, karamellusósu, karamellukurli og njótið.

 

Það má einnig setja blönduna í skál og geyma í frysti í 1-2 klukkustundir áður en þið njótið. Ef þið gerið það er sniðugt að hræra nokkrum sinnum í blöndunni á meðan til að hún haldist „mjúk“ en samt frosin.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

1 ½ l vanilluís

150 g jarðarber

70 g Pandakúlur með jarðarberjabragði

70 g Pandakúlur  með saltkaramellubragði

40 g karamellukurl frá Nóa Siríus

4 msk. þykk karamellusósa