Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Linda Ben X Noi Sirius Juni 2024 2 2 Scaled

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

Myljið kremkexið og setjið í skál. Bræðið smjörið og hellið út í skálina, blandið saman.

 

Setjið 22 cm (eða álíka stóran) smelluformshring á kökudisk (ekki setja botninn í smelluformið þar sem kökudiskurinn sjálfur er botninn). Hellið kexblöndunni á kökudiskinn með smelluformshringnum og pressið kexblönduna niður svo hún verði sléttur botn.

 

Setjið helminginn af rjómaísnum í formið og sléttið úr. Takið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum og raðið þeim meðfram smelluformshringnum og brjótið restina grgóft niður og dreifið yfir ísinn, setjið helminginn af salt karamellusósunni yfir.

 

Setjið það sem eftir er af ísnum yfir og sléttið úr. Dreifið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum yfir og hellið salt karamellu yfir. Smellið ísnum í frysti þar til hann hefur tekið sig og orðinn harður á ný.

 

Takið ísinn úr frysti og fjarlægið smelluformshringinn.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

260 g kremkex

50 g smjör

2 lítrar vanillu rjómaís

320 g súkkulaði kringlur frá Nóa Síríus

u.þ.b. 50 ml salt karamella.