Þreföld súkkulaðisæla

ÞREFÖLD SÚKKULAÐISÆLA

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

SÚKKULAÐIKAKA
Forhitið ofninn í 175°C (blástur).
Bræðið smjör í potti við vægan hita.
Þeytið saman sykur og egg í smá stund eða þar til blandan verður létt og ljós.
Blandið öðrum hráefnum nema berjum saman við og hrærið í smá stund eða þar til deigið verður silkimjúkt.
Smyrjið bökunarform.
Mér finnst best að nota smelluform en þá er mikið þægilegra að ná kökunni úr forminu.
Hellið deiginu í formið og bakið við 175°C í 20 mínútur.
Kælið kökuna mjög vel áður en þið setjið súkkulaðimúsina á kökuna, best er að nota kökuform sem er nógu stórt til þess að rúma kökubotninn og súkkulaðimúsina sem fer ofan á.

HIMNESK SÚKKULAÐIMÚS
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið.
Þeytið rjóma.
Setjið eggjarauðurnar út í súkkulaðið og hrærið saman þar til blandan er orðin slétt.
Bætið því næst rjómanum saman við og dreifið yfir botninn. Kælið í nokkrar klukkustundir.

 

VANILLURJÓMI
Þeytið rjóma og vanillusykur, dreifið rjómanum yfir súkkulaðimúsina og skreytið kökuna með allskyns berjum.
Rífið gjarnan suðusúkkulaði yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

SÚKKULAÐIKAKA
100 g smjör, brætt
2 egg
2,5 dl sykur
1,5 dl hveiti
2 tsk vanillusykur
3 msk Síríus kakóduft
100 g Síríus Pralín karamellusúkkulaði, smátt saxað
1⁄2 tsk salt

 

HIMNESK SÚKKULAÐIMÚS
150 g Síríus suðusúkkulaði
500 ml rjómi
2 eggjarauður

 

VANILLURJÓMI
250 ml rjómi
2 tsk vanillusykur
Blönduð ber
50 g Síríus suðusúkkulaði
150 g blönduð fersk ber