Afmæliskakan

Afmæliskakan

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTN
Forhitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö hringlaga form.
Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið eggjum við, einu í einu, og þeytið vel á milli.
Bætið þurrefnum saman við ásamt mjólk og vanillu.
Skiptið deiginu jafnt niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 22–25 mínútur.
Kælið kökubotnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem!

 

SÚKKULAÐIKREM
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði.
Þeytið smjör og flórsykur, hellið súkkulaðinu saman við og þeytið áfram.
Bætið kakói, vanillu og kaffi út í og þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt.
Smyrjið á milli botnanna og setjið karamellusósuna yfir kremið á milli.
Þekjið einnig alla kökuna með kreminu og skreytið með litríku sælgæti, til dæmis Nóa Trítlum.

 

KARAMELLUSÓSA Á MILLI
Bræðið kúlurnar í rjómanum við vægan hita, setjið í skál og geymið í kæli þar til sósan stífnar.
Setjið á milli botnanna ásamt smjörkreminu.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN
150 g sykur
150 g púðursykur
130 g smjör, við stofuhita
2 egg
1 tsk matarsódi
260 g hveiti 2 tsk lyftiduft
50 g Síríus kakóduft
2 tsk vanilludropar
2 dl mjólk


SÚKKULAÐIKREM
500 g flórsykur
250 g smjör, við stofuhita
150 g Síríus suðusúkkulaði
2 msk Síríus kakóduft
1–2 msk uppáhellt kaffi
1 tsk vanilludropar

 

KARAMELLUSÓSA Á MILLI
100 g Nóa rjómakúlur
1⁄2 dl rjómi


TIL SKRAUTS
Litríkt sælgæti t.d Nóa Trítlar