Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu
Uppskrift
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum, stillið á undir og yfir og 175°C.
Hrærið saman olíu, eggjum og súrmjólk.
Í aðra skál blandið saman sykri, kakó, hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti, bætið því svo saman við eggjablönduna.
Bætið því næst kaffinu saman við og hrærið öllu þar til blandað saman.
Smyrjið tvö 18 cm form og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
Kælið botnana og skerið kúfaða toppinn af botnunum þannig þeir eru flatir.
Til að gera kremið hrærið smjörið þar til það er létt og loftmikið. Bætið rjómaostinum saman við og því næst flórsykrinum, kakóinu og kaffinu, hrærið þar til létt og loftmikið.
Setjið neðri kökubotninn á kökudisk og u.þ.b. ¼ af kreminu á botninn, setjið því næst seinni botninn og hjúpið kökuna með kreminu. Takið svo skeið og búið til áferð með bakinu á skeiðinni með því að þrýsta henni í kremið og toga út.
Barnavæn/kaffibragðslaus útgáfa: Skipta kaffinu út fyrir rjóma í kreminu, ekki sleppa kaffinu í kökunni sjálfri þar sem ekki er hægt að greina kaffibragð í henni heldur aðeins dýpra kakóbragð
Innihaldsefni
Djöflaterta
1 ¾ dl bragðlaus olía
3 egg
2 ¼ dl súrmjólk/ab-mjólk
4 dl sykur
1 ¾ dl kakó
4 ¾ dl hveiti
1 ½ tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 ¼ dl mjög sterkt kaffi við stofuhita
Besta súkkulaði kremið
400 g smjör
200 g rjómaostur
600 g flórsykur
100 g kakó
2 tsk vanilludropar
1 dl mjög sterkt kaffi við stofuhita (má skipta út fyrir rjóma ef þú vilt ekki kaffi)