Barón ostakaka með karamellukeim

K8A2168 Ostakaka Med Karamellukeim
Bökunartími
30 mín
Undirbúningstími
15 mín

Uppskrift

Leiðbeiningar

Fylgdu skrefunum og þá gengur allt eins og í sögu

BOTN

Setjið kexið í blandara og myljið alveg niður þar til sandáferð er komin á kexið.

Hellið bræddu smjörinu saman við og blandið vel.

Skiptið niður í glösin/skálarnar og útbúið fyllinguna.

 

FYLLING

Þeytið rjómaost, sykur og vanillusykur saman í nokkrar mínútur þar til blandan verður létt í sér.

Vefjið þeytta rjómanum saman við með sleikju og skiptið blöndunni niður í glös/skálar og sléttið aðeins úr með skeið.

Kælið á meðan annað er undirbúið.

 

TOPPUR OG SAMSETNING

Saxið báðar tegundir af súkkulaði smátt niður.

Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið og pískið saman þar til slétt sósa hefur myndast og blandið sírópinu saman við.

Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og setjið um 2 msk. af sósu yfir hverja ostaköku og rennið henni til svo hún þeki alveg út í brúnir á glasinu/skálinni og kælið að nýju.

Skreytið með karamellukurli og geymið í kæli.

Innihaldsefni

Allt sem þú þarft fyrir þessa uppskrift

BOTN

200 g kanilkex

30 g smjör (brætt)

 

FYLLING

400 g rjómaostur við stofuhita

180 g sykur

2 tsk. vanillusykur

400 ml þeyttur rjómi

 

TOPPUR OG SAMSETNING

50 g Síríus Barón 56% súkkulaði

50 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar

100 ml rjómi

1 msk hlynsíróp

Síríus karamellukurl til skrauts